Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu Kristrún Frostadóttir skrifar 6. desember 2023 16:02 Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar