Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Ólafur Stephensen skrifar 6. desember 2023 12:31 Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Búvörusamningar Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun