Bjarni ósáttur við Kveik: „Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 10:22 Bjarni Benediktsson skipti úr stól fjármálaráðherra í stól utanríkisráðherra í haust eftir álit umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir umfjöllun Kveiks í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hafa verið samfelldan áróður gegn íslensku krónunni sem hafi verið grunnurinn að miklum hagvexti á Íslandi undanfarinn áratug. Hann segir þáttinn „eiginlega hneyksli“. Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16
Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05