Keppir í Katar milli prófa í læknisfræðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 08:30 Eygló Fanndal Sturludóttir leggur mikið á sig til að geta bæði haldið Ólympíudrauminum á lífi sem og að stunda krefjandi læknisnám i háskólanum. @eyglo_fanndal Það eru engar venjulegir dagar í gangi hjá íslensku lyftingarkonunni Eygló Fanndal Sturludóttur sem er ein af þeim íslensku íþróttamönnum sem dreymir um að vera með á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló Fanndal hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð lyftingakvenna hér á landi enda búin að margbæta Íslandsmetin í sínum þyngdarflokki. Hún var líka fyrsta íslenska konan sem lyfti hundrað kílóum í snörun og síðasta ári varð hún Evrópumeistari 23 ára og yngri, þá aðeins 21 árs. Hún sýndi styrk sinn á heimsmeistaramóti fullorðinna í Sádí Arabíu í haust og bætti þar öll Íslandsmet sín í -75 kílóa flokknum. Eygló snaraði þar 102 kílóum og lyfti svo 123 kílóum í jafnhendingu, sem gerir 225 kíló samanlagt. Sú frammistaða gaf henni verðmæt stig í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum en í þau nær hún líka á heimsbikarmótaröðinni. Eygló keppti á heimsbikarmóti á Kúbu í sumar og nú er komið að næsta móti sem fram fer í Katar í byrjun næstu viku. Grípa öll tækifæri Það fylgir þó sögunni að þetta mikilvæga mót í baráttunni fyrir Ólympíusæti fer fram á sama tíma og Eygló er á fullu í prófum í Háskóla Íslands þar sem hún stundar nám í læknisfræði. Það er engin miskunn hjá okkar konu sem ætlar að keppa í Katar á milli prófa í læknisfræðinni. @eyglo_fanndal „Þetta eru einhver sjö mót sem ég get tekið þátt í og gilda til stiga. Við erum að reyna að hámarka möguleika mína með því að fara á þau öll. Maður veit aldrei hvenær maður mun eiga geðveikan dag. Við erum bara að grípa öll tækifæri sem við höfum til að safna inn stigum. Í miðjum prófum og í Katar. Þetta er ekkert frábært en þetta gengur alveg upp,“ segir Eygló. Hún er númer 21 á heimslistanum og ætlar sér að reyna að klifra upp listann. „Við erum að fara núna og reyna að hækka mig ennþá meira. Reyna að klifra upp listann eins mikið og við getum,“ segir Eygló en hvað þarf til? Fer svolítið eftir hinum „Það er erfitt að segja af því að maður veit aldrei hvað gerist. Sumar íþróttir eru bara með lágmörk og ef þú nærð þeim þá ertu komin inn. Okkar íþrótt er með röðun. Ef ég næ einhverju núna úti sem kæmi mér upp í topp tíu þá gætu einhverjir aðrir gert meira í vor og þá væri ég aftur dottin niður listann. Það er svo erfitt að vita og það fer svolítið eftir hinum,“ sagði Eygló. Hún er samt bjartsýn og trúir á það að hún muni komast á Ólympíuleikana í París. „Þetta er alls ekki ómögulegt og við erum að vinna að því hækka mig og koma mér upp þennan lista. Við erum að æfa og gera þetta eins og ég sé að fara. Þannig þarf hugsunin að vera til þess að ná þessu. Maður þarf alltaf að reyna að bæta sig og alltaf að reyna að toppa sig. Það er ekki bara eitthvað eitt mót sem gildir. Það er erfitt en það gengur vel,“ sagði Eygló. Tvö svolítið þung próf núna Það er líka nóg að gera hjá henni í náminu þar sem hún stundar eins og áður sagði krefjandi læknisnám við Háskóla Íslands. Fullt starf hjá flestum en hún sameinar það með því að vera afrekskona í íþróttum. „Það gengur ágætlega. Maður tekur bara einn dag í einu og gerir þetta. Núna lendir þetta á svolítið erfiðum tíma. Það eru tvö svolítið þung próf núna og ég er að keppa á milli þeirra,“ sagði Eygló. „Ég tók bara eitt próf núna og svo fer ég að keppa og pæli ekkert í skólanum. Þá set ég lyftingarnar í forgang. Svo eftir mótið kem ég heim og þá gef ég aðeins í í náminu og tek sjúkrapróf í janúar. Þetta gengur alltaf upp og þessi sjúkrapróf hjálpa mér alveg,“ segir Eygló. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari U23 í fyrra.@eyglo_fanndal Hún ætlar því ekki að liggja yfir námsbókunum í ferðinni til Katar. „Það tekur orku að vera læra svona. Þegar maður er búinn að æfa svona mikið fyrir mót þá tími ég ekki að taka áhættu með frammistöðuna fyrir einhverja nokkra klukkutíma af lærdómi. Ég tók bara þá ákvörðun að þessa viku þá er ég ekki í skóla,“ segir Eygló. Það var möguleiki fyrir hana að taka sér hlé frá námi á meðan hún eltist við Ólympíudrauminn en hún segir að þetta gengi vel upp en vandamálið sé oftast bara þessar tvær til þrjár vikur þegar hún er í próflestrinum. „Mér finnst það ekki þess virði að fresta þessu um mörg ár. Mest allan tímann er þetta vel hægt og svo koma erfiðar vikur en maður getur alveg lifað það af. Þetta er svo fljótt að tikka inn. Ég er að fá BS gráðu í sumar og þetta gengur áfram í staðinn að vera með skólann í biðstöðu,“ segir Eygló. Það er líka nóg eftir af íþróttaferlinum hjá henni. Ekki að fara hætta nærri því strax „Ég er ekki að fara hætta eftir þetta tímabil og ætla að halda áfram að æfa. Ég sé fyrir mér að stefna líka á 2028 leikana. Ég vil ekki vera 27 ára og ekki með neitt,“ segir Eygló enda með allt sitt á hreinu. „Þetta er bara til þess að hjálpa hvort öðru. Ef ég væri bara að sitja og læra þá væri ég alveg að bilast. Ef ég væri líka bara að æfa og gera ekkert annað þá væri ég líka að klikkast á því. Það er fínt að hafa eitthvað til að dreifa athyglinni,“ segir Eygló. Hún segist vera skipulögð og hafa alltaf verið það. Það er því engin kvöð fyrir hana að skipuleggja sig vel. Hún nýtur sín líka á báðum stöðum. „Mér finnst bæði skemmtilegt og þessa vegna nenni ég að gera þetta. Ef ég hefði ekki gaman af öðru hvoru þá myndi ég bara hætta í því. Mér finnst bæði mjög skemmtilegt,“ segir Eygló. Eygló Fanndal Sturludóttir þarf að æfa mikið til að bæta sig nóg til að komast á Ólympíuleika.@eyglo_fanndal Hvenær lærir þú eiginlega? Hún segir að vinir hennar séu í skólanum og það hjálpi því félagslífinu að fá að umgangast þá þar. Þeir skilja samt stundum ekkert í því hvernig hún fer að þessu. „Jú, ég fæ alveg stundum svona komment: Hvenær lærir þú eiginlega? Þetta gengur allt upp einhvern veginn,“ segir Eygló. Eygló hefur opinberað metnaðarfull markmið sín um Ólympíusæti en hefur pressan á henni aukist eitthvað við það. „Þetta er fyrst og fremst af því að mig langar á Ólympíuleikana og þess vegna er ég að gera þetta. Þetta er aðallega fyrir mig að gera það sem ég vil gera og gera sjálfa mig stolta,“ segir Eygló. „Ég veit alveg að ef að eitthvað kemur upp á og þetta tekst ekki þá verður enginn fyrir vonbrigðum eins og mamma eða pabbi eða frændi og frænka eða eitthvað svoleiðis. Það er enginn að fara vera með leiðindi út af því. Þetta er fyrst og fremst fyrir mig,“ segir Eygló. Ég þarf að æfa mikið til að ná því Það þarf hins vegar mikið átak í viðbót til þess að draumur hennar rætist. „Ég þarf alltaf að bæta mig og ég held að til vera gulltryggð inn þá þyrfti ég kannski tíu kíló í viðbót af heildarkílóafjöldanum. Það er alveg hægt en er mikið. Ég þarf að æfa mikið til að ná því. Það er alls ekki ómögulegt,“ segir Eygló. Ólympískar lyftingar skiptast upp í jafnhendingu og snörun. Heildarþyngd keppenda er samanlögð þyngd úr báðum hlutum. Hún er ánægð með þann stuðning sem hún fær frá Lyftingasambandi Íslands. „Þau hjá sambandinu voru tilbúinn að gefa mér nokkra daga til þess að jafna mig. Við fljúgum út 5. desember og ég keppi ekki fyrr en 10. desember. Þetta eru fjórir, fimm dagar sem er frábært. Vanalega eru þeir bara tveir. Þau sjá bara möguleikana og vilja hjálpa mér eins mikið og hægt er. Gera allt sem hægt er að gera til þess að hjálpa mér að standa mig sem best,“ segir Eygló. Gæti orðið fyrsta íslenska konan Ísland hefur ekki átti lyftingamann á Ólympíuleikum í næstum því hálfa öld og það væri stórt fyrir íþróttina á Íslandi ef Eygló tækist að enda þá bið. „Ég held að það séu þrír eða fjórir karlar sem hafa keppt í þessum á Ólympíuleikum og við höfum aldrei átt konu. Síðast var 1980 og eitthvað. Það væri geðveikt að komast þangað fyrst íslenskra kvenna,“ segir Eygló. „Þetta er álag en ég hef gaman af því. Ég vildi ekki hafa þetta neitt öðruvísi,“ segir Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eygló Fanndal hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð lyftingakvenna hér á landi enda búin að margbæta Íslandsmetin í sínum þyngdarflokki. Hún var líka fyrsta íslenska konan sem lyfti hundrað kílóum í snörun og síðasta ári varð hún Evrópumeistari 23 ára og yngri, þá aðeins 21 árs. Hún sýndi styrk sinn á heimsmeistaramóti fullorðinna í Sádí Arabíu í haust og bætti þar öll Íslandsmet sín í -75 kílóa flokknum. Eygló snaraði þar 102 kílóum og lyfti svo 123 kílóum í jafnhendingu, sem gerir 225 kíló samanlagt. Sú frammistaða gaf henni verðmæt stig í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum en í þau nær hún líka á heimsbikarmótaröðinni. Eygló keppti á heimsbikarmóti á Kúbu í sumar og nú er komið að næsta móti sem fram fer í Katar í byrjun næstu viku. Grípa öll tækifæri Það fylgir þó sögunni að þetta mikilvæga mót í baráttunni fyrir Ólympíusæti fer fram á sama tíma og Eygló er á fullu í prófum í Háskóla Íslands þar sem hún stundar nám í læknisfræði. Það er engin miskunn hjá okkar konu sem ætlar að keppa í Katar á milli prófa í læknisfræðinni. @eyglo_fanndal „Þetta eru einhver sjö mót sem ég get tekið þátt í og gilda til stiga. Við erum að reyna að hámarka möguleika mína með því að fara á þau öll. Maður veit aldrei hvenær maður mun eiga geðveikan dag. Við erum bara að grípa öll tækifæri sem við höfum til að safna inn stigum. Í miðjum prófum og í Katar. Þetta er ekkert frábært en þetta gengur alveg upp,“ segir Eygló. Hún er númer 21 á heimslistanum og ætlar sér að reyna að klifra upp listann. „Við erum að fara núna og reyna að hækka mig ennþá meira. Reyna að klifra upp listann eins mikið og við getum,“ segir Eygló en hvað þarf til? Fer svolítið eftir hinum „Það er erfitt að segja af því að maður veit aldrei hvað gerist. Sumar íþróttir eru bara með lágmörk og ef þú nærð þeim þá ertu komin inn. Okkar íþrótt er með röðun. Ef ég næ einhverju núna úti sem kæmi mér upp í topp tíu þá gætu einhverjir aðrir gert meira í vor og þá væri ég aftur dottin niður listann. Það er svo erfitt að vita og það fer svolítið eftir hinum,“ sagði Eygló. Hún er samt bjartsýn og trúir á það að hún muni komast á Ólympíuleikana í París. „Þetta er alls ekki ómögulegt og við erum að vinna að því hækka mig og koma mér upp þennan lista. Við erum að æfa og gera þetta eins og ég sé að fara. Þannig þarf hugsunin að vera til þess að ná þessu. Maður þarf alltaf að reyna að bæta sig og alltaf að reyna að toppa sig. Það er ekki bara eitthvað eitt mót sem gildir. Það er erfitt en það gengur vel,“ sagði Eygló. Tvö svolítið þung próf núna Það er líka nóg að gera hjá henni í náminu þar sem hún stundar eins og áður sagði krefjandi læknisnám við Háskóla Íslands. Fullt starf hjá flestum en hún sameinar það með því að vera afrekskona í íþróttum. „Það gengur ágætlega. Maður tekur bara einn dag í einu og gerir þetta. Núna lendir þetta á svolítið erfiðum tíma. Það eru tvö svolítið þung próf núna og ég er að keppa á milli þeirra,“ sagði Eygló. „Ég tók bara eitt próf núna og svo fer ég að keppa og pæli ekkert í skólanum. Þá set ég lyftingarnar í forgang. Svo eftir mótið kem ég heim og þá gef ég aðeins í í náminu og tek sjúkrapróf í janúar. Þetta gengur alltaf upp og þessi sjúkrapróf hjálpa mér alveg,“ segir Eygló. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari U23 í fyrra.@eyglo_fanndal Hún ætlar því ekki að liggja yfir námsbókunum í ferðinni til Katar. „Það tekur orku að vera læra svona. Þegar maður er búinn að æfa svona mikið fyrir mót þá tími ég ekki að taka áhættu með frammistöðuna fyrir einhverja nokkra klukkutíma af lærdómi. Ég tók bara þá ákvörðun að þessa viku þá er ég ekki í skóla,“ segir Eygló. Það var möguleiki fyrir hana að taka sér hlé frá námi á meðan hún eltist við Ólympíudrauminn en hún segir að þetta gengi vel upp en vandamálið sé oftast bara þessar tvær til þrjár vikur þegar hún er í próflestrinum. „Mér finnst það ekki þess virði að fresta þessu um mörg ár. Mest allan tímann er þetta vel hægt og svo koma erfiðar vikur en maður getur alveg lifað það af. Þetta er svo fljótt að tikka inn. Ég er að fá BS gráðu í sumar og þetta gengur áfram í staðinn að vera með skólann í biðstöðu,“ segir Eygló. Það er líka nóg eftir af íþróttaferlinum hjá henni. Ekki að fara hætta nærri því strax „Ég er ekki að fara hætta eftir þetta tímabil og ætla að halda áfram að æfa. Ég sé fyrir mér að stefna líka á 2028 leikana. Ég vil ekki vera 27 ára og ekki með neitt,“ segir Eygló enda með allt sitt á hreinu. „Þetta er bara til þess að hjálpa hvort öðru. Ef ég væri bara að sitja og læra þá væri ég alveg að bilast. Ef ég væri líka bara að æfa og gera ekkert annað þá væri ég líka að klikkast á því. Það er fínt að hafa eitthvað til að dreifa athyglinni,“ segir Eygló. Hún segist vera skipulögð og hafa alltaf verið það. Það er því engin kvöð fyrir hana að skipuleggja sig vel. Hún nýtur sín líka á báðum stöðum. „Mér finnst bæði skemmtilegt og þessa vegna nenni ég að gera þetta. Ef ég hefði ekki gaman af öðru hvoru þá myndi ég bara hætta í því. Mér finnst bæði mjög skemmtilegt,“ segir Eygló. Eygló Fanndal Sturludóttir þarf að æfa mikið til að bæta sig nóg til að komast á Ólympíuleika.@eyglo_fanndal Hvenær lærir þú eiginlega? Hún segir að vinir hennar séu í skólanum og það hjálpi því félagslífinu að fá að umgangast þá þar. Þeir skilja samt stundum ekkert í því hvernig hún fer að þessu. „Jú, ég fæ alveg stundum svona komment: Hvenær lærir þú eiginlega? Þetta gengur allt upp einhvern veginn,“ segir Eygló. Eygló hefur opinberað metnaðarfull markmið sín um Ólympíusæti en hefur pressan á henni aukist eitthvað við það. „Þetta er fyrst og fremst af því að mig langar á Ólympíuleikana og þess vegna er ég að gera þetta. Þetta er aðallega fyrir mig að gera það sem ég vil gera og gera sjálfa mig stolta,“ segir Eygló. „Ég veit alveg að ef að eitthvað kemur upp á og þetta tekst ekki þá verður enginn fyrir vonbrigðum eins og mamma eða pabbi eða frændi og frænka eða eitthvað svoleiðis. Það er enginn að fara vera með leiðindi út af því. Þetta er fyrst og fremst fyrir mig,“ segir Eygló. Ég þarf að æfa mikið til að ná því Það þarf hins vegar mikið átak í viðbót til þess að draumur hennar rætist. „Ég þarf alltaf að bæta mig og ég held að til vera gulltryggð inn þá þyrfti ég kannski tíu kíló í viðbót af heildarkílóafjöldanum. Það er alveg hægt en er mikið. Ég þarf að æfa mikið til að ná því. Það er alls ekki ómögulegt,“ segir Eygló. Ólympískar lyftingar skiptast upp í jafnhendingu og snörun. Heildarþyngd keppenda er samanlögð þyngd úr báðum hlutum. Hún er ánægð með þann stuðning sem hún fær frá Lyftingasambandi Íslands. „Þau hjá sambandinu voru tilbúinn að gefa mér nokkra daga til þess að jafna mig. Við fljúgum út 5. desember og ég keppi ekki fyrr en 10. desember. Þetta eru fjórir, fimm dagar sem er frábært. Vanalega eru þeir bara tveir. Þau sjá bara möguleikana og vilja hjálpa mér eins mikið og hægt er. Gera allt sem hægt er að gera til þess að hjálpa mér að standa mig sem best,“ segir Eygló. Gæti orðið fyrsta íslenska konan Ísland hefur ekki átti lyftingamann á Ólympíuleikum í næstum því hálfa öld og það væri stórt fyrir íþróttina á Íslandi ef Eygló tækist að enda þá bið. „Ég held að það séu þrír eða fjórir karlar sem hafa keppt í þessum á Ólympíuleikum og við höfum aldrei átt konu. Síðast var 1980 og eitthvað. Það væri geðveikt að komast þangað fyrst íslenskra kvenna,“ segir Eygló. „Þetta er álag en ég hef gaman af því. Ég vildi ekki hafa þetta neitt öðruvísi,“ segir Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira