Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 18:19 Leyniskyttur þurfa að taka margar jöfnur inn í reikninga sína á löngum skotum. Þessi myndin var tekin á þjálfun úkraínskra leyniskytta fyrr á árinu. Getty/Ozge Elif Kizil Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira