Tveir í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils mansalsmáls Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 13:12 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. desember vegna gruns um umfangsmikla brotastarfsemi sem varðar mansal. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira