„Mín ábyrgð er talsverð“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 23:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. Vísir/Arnar Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim. Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim.
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira