„Mín ábyrgð er talsverð“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 23:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. Vísir/Arnar Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim. Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim.
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira