Helmingi sagt upp hjá KOM og tveir eigendur keyptir út Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 18:06 Björgvin Guðmundsson, Magnús Ragnarsson og Friðjón Friðjónsson. Sá fyrstnefndi ætlar að kaupa hina tvo út úr KOM. Vísir Fjórum starfsmönnum, KOM, elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla, hefur verið sagt upp störfum. Eftir uppsagnirnar starfa fjórir hjá fyrirtækinu. Einn þriggja eigenda félagsins stefnir að því kaupa hina tvo út úr félaginu. Þetta staðfestir Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn þriggja eigenda KOM, í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðstæður fyrirtækisins, eins og annarra fyrirtækja, hafa verið erfiðar undanfarin misseri og nauðsynlegt hafi verið að ráðast í breytingar. Hann hafi komið aftur inn í daglegan rekstur fyrirtækisins í september síðastliðnum og tekið við stöðu framkvæmdastjóra, eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá frumkvöðlafyrirtæki í tæknigeiranum hér á landi. Dregur úr umsvifum í bili Björgvin segir að uppsagnirnar séu hluti af gagngerri endurskipulagningu sem hann hafi talið nauðsynlegt að ráðast í vegna áskorana í rekstri. Til standi að draga úr umsvifum í bili, á meðan fyrirtækið er endurskipulagt, en að verkefnastaða sé samt sem áður góð. „Verkefnastaðan er góð en við þurfum að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef fulla trú á því að við munum eflast og byggja á þeim góða grunni sem við höfum byggt á hingað til.“ Sem áður segir er KOM elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla. Það hét áður Kynning og markaður og var stofnað árið 1986 af Jóni Hákoni Magnússyni í kjölfar leiðtogafundar Gorbatsjovs og Reagans í Höfða. Björgvin segir að eftir sem áður muni KOM samanstanda af þremur stoðum. KOM ráðgjöf, KOMUM, sem sér um funda- og ráðstefnuhald og rekið er í sérfélagi með tvo starfsmenn til viðbótar við þá fjóra sem starfa hjá KOM, og KOM hönnun, sem hannar vörumerki og ásýnd fyrir fyrirtæki. Þá bætist við nýsköpunarstarfsemi, sem muni koma að þróun rafrænna lausna fyrir viðskiptavini. Það sé hugmynd sem hann fékk á meðan hann starfaði í tæknigeiranum og muni fylgja eftir núna. Ætlar að kaupa út borgarfulltrúa og framkvæmdastjóra miðla Auk Björgvins eiga Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla Símans, hver sinn þriðjung af KOM ráðgjöf - Kynning og ehf.. Björgvin segir að til standi að hann kaupi þá Friðjón og Magnús út úr félaginu. Viðskiptin séu ekki frágengin en þau hafi þegar verið samþykkt. Kaup og sala fyrirtækja Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta staðfestir Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn þriggja eigenda KOM, í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðstæður fyrirtækisins, eins og annarra fyrirtækja, hafa verið erfiðar undanfarin misseri og nauðsynlegt hafi verið að ráðast í breytingar. Hann hafi komið aftur inn í daglegan rekstur fyrirtækisins í september síðastliðnum og tekið við stöðu framkvæmdastjóra, eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá frumkvöðlafyrirtæki í tæknigeiranum hér á landi. Dregur úr umsvifum í bili Björgvin segir að uppsagnirnar séu hluti af gagngerri endurskipulagningu sem hann hafi talið nauðsynlegt að ráðast í vegna áskorana í rekstri. Til standi að draga úr umsvifum í bili, á meðan fyrirtækið er endurskipulagt, en að verkefnastaða sé samt sem áður góð. „Verkefnastaðan er góð en við þurfum að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef fulla trú á því að við munum eflast og byggja á þeim góða grunni sem við höfum byggt á hingað til.“ Sem áður segir er KOM elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla. Það hét áður Kynning og markaður og var stofnað árið 1986 af Jóni Hákoni Magnússyni í kjölfar leiðtogafundar Gorbatsjovs og Reagans í Höfða. Björgvin segir að eftir sem áður muni KOM samanstanda af þremur stoðum. KOM ráðgjöf, KOMUM, sem sér um funda- og ráðstefnuhald og rekið er í sérfélagi með tvo starfsmenn til viðbótar við þá fjóra sem starfa hjá KOM, og KOM hönnun, sem hannar vörumerki og ásýnd fyrir fyrirtæki. Þá bætist við nýsköpunarstarfsemi, sem muni koma að þróun rafrænna lausna fyrir viðskiptavini. Það sé hugmynd sem hann fékk á meðan hann starfaði í tæknigeiranum og muni fylgja eftir núna. Ætlar að kaupa út borgarfulltrúa og framkvæmdastjóra miðla Auk Björgvins eiga Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla Símans, hver sinn þriðjung af KOM ráðgjöf - Kynning og ehf.. Björgvin segir að til standi að hann kaupi þá Friðjón og Magnús út úr félaginu. Viðskiptin séu ekki frágengin en þau hafi þegar verið samþykkt.
Kaup og sala fyrirtækja Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira