Þurfti að læra að synda í djúpu lauginni eftir að allir miðjumennirnir meiddust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 10:00 Andri Már Rúnarsson kom til Leipzig frá Haukum í sumar. Hér lætur hann skot ríða af í þriðja leik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. vísir/hulda margrét Allt í einu var handboltamaðurinn Andri Már Rúnarsson kominn í risastórt hlutverk hjá Leipzig og þurfti að aðlagast því. Hann gerði það vel því hann fékk nýjan samning hjá þýska félaginu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til þess. Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu. Þýski handboltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti