Þurfti að læra að synda í djúpu lauginni eftir að allir miðjumennirnir meiddust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 10:00 Andri Már Rúnarsson kom til Leipzig frá Haukum í sumar. Hér lætur hann skot ríða af í þriðja leik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. vísir/hulda margrét Allt í einu var handboltamaðurinn Andri Már Rúnarsson kominn í risastórt hlutverk hjá Leipzig og þurfti að aðlagast því. Hann gerði það vel því hann fékk nýjan samning hjá þýska félaginu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til þess. Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu. Þýski handboltinn Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira