Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 07:07 Hlúð að særðum á sjúkrahúsinu í Deir al Balah. AP/Hatem Moussa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði aðgerðirnar miða að því að ná til allra miðstöðva Hamas á Gasa; hermenn væru að elta uppi hryðjuverkamenn og drepa þá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja um 700 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraels á síðasta sólahring. Jabalia-flóttamannabúðirnar eru sagðar hafa verið meðal skotmarka Ísraelshers og þá hafa fregnir borist af miklum spreningum í Khan Younis, borg í suðurhluta Gasa. Herinn hefur hvatt fólk til að yfirgefa borgina og halda suður til Rafah eða vestur á bóginn. James Elder, talsmaður Unicef sem nú er í Khan Younis, segist raunar ekki hafa sofið í nótt sökum sprenginga. Þær hafi staðið yfir í alla nótt. Samkvæmt Guardian kom einnig til átaka milli hersveita Ísraels og Hamas-liða í borginni í nótt. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 15.523 hafa látist í árásum Ísraelsmanna, þar af séu 70 prósent konur og börn. Seint í gær sögðu þau 316 hafa látist á síðustu klukkustundum og 664 særst. Despite what has been assured, attacks in the south of #Gaza are every bit as vicious as what the north endured. Somehow, it's getting worse for children and mothers. Your voice matters. We must believe we can be a part of Stopping The War on Children ... Silence is complicity pic.twitter.com/1kYV18YMT3— James Elder (@1james_elder) December 4, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði aðgerðirnar miða að því að ná til allra miðstöðva Hamas á Gasa; hermenn væru að elta uppi hryðjuverkamenn og drepa þá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja um 700 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraels á síðasta sólahring. Jabalia-flóttamannabúðirnar eru sagðar hafa verið meðal skotmarka Ísraelshers og þá hafa fregnir borist af miklum spreningum í Khan Younis, borg í suðurhluta Gasa. Herinn hefur hvatt fólk til að yfirgefa borgina og halda suður til Rafah eða vestur á bóginn. James Elder, talsmaður Unicef sem nú er í Khan Younis, segist raunar ekki hafa sofið í nótt sökum sprenginga. Þær hafi staðið yfir í alla nótt. Samkvæmt Guardian kom einnig til átaka milli hersveita Ísraels og Hamas-liða í borginni í nótt. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 15.523 hafa látist í árásum Ísraelsmanna, þar af séu 70 prósent konur og börn. Seint í gær sögðu þau 316 hafa látist á síðustu klukkustundum og 664 særst. Despite what has been assured, attacks in the south of #Gaza are every bit as vicious as what the north endured. Somehow, it's getting worse for children and mothers. Your voice matters. We must believe we can be a part of Stopping The War on Children ... Silence is complicity pic.twitter.com/1kYV18YMT3— James Elder (@1james_elder) December 4, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira