Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 11:59 Hussein Hussein, ásamt fjölskyldu sinni. Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Þau eru öll nú í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður. Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður.
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira