FH vann fyrri leik liðanna með níu marka mun og var því með annan fótinn í 16-liða úrslitum þegar leikur dagsins hófst. Á endanum unnu heimamenn þriggja marka sigur en það skipti litlu máli. FH vann einvígið 68-62.
Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson voru markahæstir í liði FH með 6 mörk hvor. Aron Pálmarsson skoraði 5 og lagði upp 5 til viðbótar, enginn kom að fleiri mörkum en hann.