Mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti Kári Mímisson skrifar 2. desember 2023 20:46 Óskar Bjarni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn úkraínsku meisturunum í HC Motor í Evrópubikarnum í handbolta. Valur vann sterkan sigur í fyrri leik liðanna ytra og kláraði svo einvígið sannfærandi hér í kvöld. „Ég er mjög sáttur með sigurinn og að komast áfram í 16-liða úrslitin sem verða í febrúar. Sigurinn úti var mjög góður, þar sýnum við breiddina hjá okkur þar sem það vantaði nokkra leikmenn. Við fengum einhverja inn í dag en ekki alla. Ég er mjög stoltur af breiddinni hjá okkur, Agnar Smári kemur með góð mörk fyrir okkur í dag. Þetta var bara mjög faglegur og góður sigur hjá okkur hér í dag en að mínu mati var það sigurinn út sem var frábær. Ég er mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti.“ Það er ansi hreint sterk tenging milli þessara liða. Roland Valur Eradze, fyrrverandi markvörður Vals, var aðstoðarþjálfari HC Motor í fyrra og gerði þá að meisturum meðal annars. Óskar segist aðeins hafa sent á Roland en bendir á að Roland hafi vissulega miklar tengingar við HC Motor líka. „Ég senti aðeins á Roland en við vorum með myndefni og fleira af þeim. Ég spurði hann bara aðeins hvernig þetta hafi verið í fyrra hjá þeim en annars vildi ég ekkert vera að taka eitthvað svoleiðis. Við vorum með nóg myndefni og Roland hefur náttúrulega tengingar hingað en auðvitað líka til þeirra.“ Alexander Peterson hefur verið á láni í Katar undanfarinn mánuð. Hann var samt hvergi sjáanlegur í dag. Hver er staðan á Alexander? „Hann er kominn en er bara veikur heima eins og er. Það var vitað mál þar sem þetta lán var í mánuð og svo ertu með ákveðna pappírsvinnu varðandi EHF þannig að það var eiginlega vitað að hann yrði ekki með í þessum leik. Lánið var 1. nóvember til 1. desember þannig að maður myndi halda að þetta myndi ganga en því miður var það ekki hægt. Þetta eru furðulegar EHF reglur sem ég nenni eiginlega ekki að fara í. Hann verður með í næsta leik gegn Víking og Magnús Óli verður frá í tvær til þrjá vikur í viðbót. Annars erum við nokkuð sprækir. Við vorum án Arons Dags úti líka og það var mjög gott að fá Róbert Aron inn. Hann var meiddur í læri og kom inn í leikinn úti og var stórkostlegur í vörninni.“ Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Spurður að því hversu mikill munur sé á Evrópudeildinni sem Valur keppti í fyrra og Áskorendabikarnum sem liðið sé núna í segir Óskar að munurinn sé talsverður. Hann bendir þó á að það sé fegurð yfir báðum keppnunum. „Það er klárlega munur á þeim. Þú færð alveg hörku lið í þessari keppni eins og FTC sem voru með okkur í riðli í fyrra. Þegar líður á þá koma allskonar góð lið. Það er líka mikill munur á umgjörðinni milli keppna. Evrópudeildinn er náttúrulega svo stórt dæmi þar sem alltaf er spilað á þriðjudögum og á dúk á meðan hér ertu kominn í heima og heiman. Það er því allt miklu stærra og meira í Evrópudeildinni en hér er miklu meiri möguleiki á að fara lengra og á sama tíma geta liðin lent í meiri ævintýrum á útivelli í þessari keppni, bæði varðandi áhorfendur, dómara og þess háttar. Það er því aðeins öðruvísi fegurð á bakvið keppnirnar.“ Að lokum þarf aðeins að spyrja Óskar út í 35 manna hópinn sem kynntur var fyrir EM í handbolta sem fram fer nú í janúar. Spurður að því hvort hann sé ekki stoltur af því hversu marga leikmenn Valur eigi þar svar Óskar glaður. „Valur spilaði auðvitað rosalega vel í fyrra og var í Evrópudeildinni. Við erum búnir að spila vel í vetur. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að velja þessa 35 leikmenn enda mikið af góðum leikmönnum sem eru ekki á listanum. Ég treysti Snorra og Arnóri til að tækla þetta. Við erum auðvitað stoltir af því að eiga mikið af bæði núverandi og fyrrverandi Valsmönnum í þessum hóp. Á tímabili vorum við ekki með marga landsliðsmenn en núna erum við að komast aftur inn í þetta sem er bara frábært fyrir strákanna.“ Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með sigurinn og að komast áfram í 16-liða úrslitin sem verða í febrúar. Sigurinn úti var mjög góður, þar sýnum við breiddina hjá okkur þar sem það vantaði nokkra leikmenn. Við fengum einhverja inn í dag en ekki alla. Ég er mjög stoltur af breiddinni hjá okkur, Agnar Smári kemur með góð mörk fyrir okkur í dag. Þetta var bara mjög faglegur og góður sigur hjá okkur hér í dag en að mínu mati var það sigurinn út sem var frábær. Ég er mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti.“ Það er ansi hreint sterk tenging milli þessara liða. Roland Valur Eradze, fyrrverandi markvörður Vals, var aðstoðarþjálfari HC Motor í fyrra og gerði þá að meisturum meðal annars. Óskar segist aðeins hafa sent á Roland en bendir á að Roland hafi vissulega miklar tengingar við HC Motor líka. „Ég senti aðeins á Roland en við vorum með myndefni og fleira af þeim. Ég spurði hann bara aðeins hvernig þetta hafi verið í fyrra hjá þeim en annars vildi ég ekkert vera að taka eitthvað svoleiðis. Við vorum með nóg myndefni og Roland hefur náttúrulega tengingar hingað en auðvitað líka til þeirra.“ Alexander Peterson hefur verið á láni í Katar undanfarinn mánuð. Hann var samt hvergi sjáanlegur í dag. Hver er staðan á Alexander? „Hann er kominn en er bara veikur heima eins og er. Það var vitað mál þar sem þetta lán var í mánuð og svo ertu með ákveðna pappírsvinnu varðandi EHF þannig að það var eiginlega vitað að hann yrði ekki með í þessum leik. Lánið var 1. nóvember til 1. desember þannig að maður myndi halda að þetta myndi ganga en því miður var það ekki hægt. Þetta eru furðulegar EHF reglur sem ég nenni eiginlega ekki að fara í. Hann verður með í næsta leik gegn Víking og Magnús Óli verður frá í tvær til þrjá vikur í viðbót. Annars erum við nokkuð sprækir. Við vorum án Arons Dags úti líka og það var mjög gott að fá Róbert Aron inn. Hann var meiddur í læri og kom inn í leikinn úti og var stórkostlegur í vörninni.“ Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Spurður að því hversu mikill munur sé á Evrópudeildinni sem Valur keppti í fyrra og Áskorendabikarnum sem liðið sé núna í segir Óskar að munurinn sé talsverður. Hann bendir þó á að það sé fegurð yfir báðum keppnunum. „Það er klárlega munur á þeim. Þú færð alveg hörku lið í þessari keppni eins og FTC sem voru með okkur í riðli í fyrra. Þegar líður á þá koma allskonar góð lið. Það er líka mikill munur á umgjörðinni milli keppna. Evrópudeildinn er náttúrulega svo stórt dæmi þar sem alltaf er spilað á þriðjudögum og á dúk á meðan hér ertu kominn í heima og heiman. Það er því allt miklu stærra og meira í Evrópudeildinni en hér er miklu meiri möguleiki á að fara lengra og á sama tíma geta liðin lent í meiri ævintýrum á útivelli í þessari keppni, bæði varðandi áhorfendur, dómara og þess háttar. Það er því aðeins öðruvísi fegurð á bakvið keppnirnar.“ Að lokum þarf aðeins að spyrja Óskar út í 35 manna hópinn sem kynntur var fyrir EM í handbolta sem fram fer nú í janúar. Spurður að því hvort hann sé ekki stoltur af því hversu marga leikmenn Valur eigi þar svar Óskar glaður. „Valur spilaði auðvitað rosalega vel í fyrra og var í Evrópudeildinni. Við erum búnir að spila vel í vetur. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að velja þessa 35 leikmenn enda mikið af góðum leikmönnum sem eru ekki á listanum. Ég treysti Snorra og Arnóri til að tækla þetta. Við erum auðvitað stoltir af því að eiga mikið af bæði núverandi og fyrrverandi Valsmönnum í þessum hóp. Á tímabili vorum við ekki með marga landsliðsmenn en núna erum við að komast aftur inn í þetta sem er bara frábært fyrir strákanna.“
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30