Bandaríkjamenn setja pressu á Kínverja Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 20:00 John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, og Xie Zhenhua, sérstakur sendiherra Kína í loftslagsmálum. AP/Kamran Jebreili Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira