Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur Hera Grímsdóttir skrifar 2. desember 2023 12:31 Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun