Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. desember 2023 09:01 Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. Aukin þekking bætir stöðugt möguleika á einstaklingssniðinni meðferð, en hún er sniðin að hverjum og einum út frá arfgerð og öðrum þáttum sem einkenna einstaklinginn. Ný íslensk rannsókn staðfestir mikilvægi slíkrar nálgunar fyrir tvo aðskilda hópa kvenna með brjóstakrabbamein. Annars vegar eru það konur með stökkbreytingar í BRCA2-geninu og hins vegar konur sem fá brjóstakrabbamein 40 ára eða yngri en bera ekki slíkar stökkbreytingar. Báðir þessir hópar hafa óvenjuleg tengsl milli forspárþátta og lifunar sem gerir það að verkum að taka þarf tillit til sérstöðu þeirra þegar meðferð er ákveðin. Tvennt er óvenjulegt hjá þessum hópum. Í fyrsta lagi, að þótt vel sé þekkt að hormónajákvæð brjóstakrabbamein spái fyrir um betri horfur en hormónaneikvæð, þá er sambandið öfugt hjá hópunum tveimur og hjá þeim tengjast hormónajákvæðu æxlin verri horfum. Í öðru lagi, að þótt venjulega sé hagstæðara að greinast með mein sem hafa lága æxlisgráðu, þá gildir það ekki fyrir þessa tvo hópa. Mikilvægt er að nýta þessa vitneskju þegar meðferðin er skipulögð og því er nauðsynlegt að vita áður en meðferð hefst, hvort kona sem greinist með brjóstakrabbamein hafi BRCA2-stökkbreytingu. Ákvörðun um meðferð byggist meðal annars á æxlisgráðu og því hvort æxlið sé hormónajákvætt, en við vitum nú að þessa tvo forspárþætti þarf að túlka á annan hátt hjá þessum tveimur hópum heldur en hjá flestum öðrum konum. Hið óvenjulega samband milli forspárþátta og lifunar fyrir þessa tvo hópa vekur einnig upp nýjar líffræðilegar spurningar og gætu áframhaldandi rannsóknir á orsökum þess gefið nýja innsýn í eðli brjóstakrabbameins og jafnvel leitt til nýrra meðferðarmöguleika. Forsagan er sú að fyrir 10 árum gerðum við óvænta uppgötvun, en þær niðurstöður þóttu í fyrstu afar ótrúlegar. Þar kom í ljós að hjá arfberum BRCA2-stökkbreytingar með brjóstakrabbamein var öfugt samband milli framgangs krabbameinsins og þess að æxlin væru hormónajákvæð og með fáar frumuskiptingar, þ.e. öfugt samband miðað við það sem áður var þekkt. Þessir forspárþættir sem almennt spá fyrir um góðar horfur, tengdust verri horfum hjá þessum sérstaka hópi kvenna. Við staðfestum niðurstöðurnar í rannsókn á stærri íslenskum hópi þremur árum síðar, og í kjölfarið hafa birst rannsóknir frá mörgum löndum sem staðfesta að þær gilda einnig fyrir konur af ýmsu þjóðerni, þar á meðal norræn rannsókn sem stýrt var af Krabbameinsfélagi Íslands. Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að svipað samband virðist einnig vera til staðar hjá konum sem greinast ungar með brjóstakrabbamein og því vaknaði sú spurning hvort skýringin gæti legið í því að hjá ungum tilfellum væri svo hátt hlutfall BRCA2-arfbera. Fyrir atbeina hinnar nákvæmu íslensku krabbameinsskrár ásamt umfangsmiklum upplýsingum úr fyrri rannsóknum okkar var hægt að svara þessari spurningu, því af öllum konum sem fengu brjóstakrabbamein árin 1980-2004 höfðu 85% tekið þátt og verið prófaðar fyrir íslensku landnemastökkbreytingunni í BRCA2-geninu. Þar af höfðu 6,7% meðfædda BRCA2 stökkbreytingu oghlutfallið var mun hærra, eða 21%, meðal kvenna sem höfðu greinst 40 ára eða yngri. En þegar þessi 21% sem höfðu BRCA2 stökkbreytingu voru tekin út úr hópi ungu kvennanna var hið öfuga samband enn til staðar, svo að ljóst er að það skýrist ekki af stökkbreytingunni. Næstu skref eru að kanna hvaða önnur atriði í genamengi ungu kvennanna gætu skýrt þessa hegðun æxlanna og jafnframt að leita að orsökum hinnar sérstöku hegðunar æxla sem tengjast BRCA2-stökkbreytingum. Höfundur er yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. Aukin þekking bætir stöðugt möguleika á einstaklingssniðinni meðferð, en hún er sniðin að hverjum og einum út frá arfgerð og öðrum þáttum sem einkenna einstaklinginn. Ný íslensk rannsókn staðfestir mikilvægi slíkrar nálgunar fyrir tvo aðskilda hópa kvenna með brjóstakrabbamein. Annars vegar eru það konur með stökkbreytingar í BRCA2-geninu og hins vegar konur sem fá brjóstakrabbamein 40 ára eða yngri en bera ekki slíkar stökkbreytingar. Báðir þessir hópar hafa óvenjuleg tengsl milli forspárþátta og lifunar sem gerir það að verkum að taka þarf tillit til sérstöðu þeirra þegar meðferð er ákveðin. Tvennt er óvenjulegt hjá þessum hópum. Í fyrsta lagi, að þótt vel sé þekkt að hormónajákvæð brjóstakrabbamein spái fyrir um betri horfur en hormónaneikvæð, þá er sambandið öfugt hjá hópunum tveimur og hjá þeim tengjast hormónajákvæðu æxlin verri horfum. Í öðru lagi, að þótt venjulega sé hagstæðara að greinast með mein sem hafa lága æxlisgráðu, þá gildir það ekki fyrir þessa tvo hópa. Mikilvægt er að nýta þessa vitneskju þegar meðferðin er skipulögð og því er nauðsynlegt að vita áður en meðferð hefst, hvort kona sem greinist með brjóstakrabbamein hafi BRCA2-stökkbreytingu. Ákvörðun um meðferð byggist meðal annars á æxlisgráðu og því hvort æxlið sé hormónajákvætt, en við vitum nú að þessa tvo forspárþætti þarf að túlka á annan hátt hjá þessum tveimur hópum heldur en hjá flestum öðrum konum. Hið óvenjulega samband milli forspárþátta og lifunar fyrir þessa tvo hópa vekur einnig upp nýjar líffræðilegar spurningar og gætu áframhaldandi rannsóknir á orsökum þess gefið nýja innsýn í eðli brjóstakrabbameins og jafnvel leitt til nýrra meðferðarmöguleika. Forsagan er sú að fyrir 10 árum gerðum við óvænta uppgötvun, en þær niðurstöður þóttu í fyrstu afar ótrúlegar. Þar kom í ljós að hjá arfberum BRCA2-stökkbreytingar með brjóstakrabbamein var öfugt samband milli framgangs krabbameinsins og þess að æxlin væru hormónajákvæð og með fáar frumuskiptingar, þ.e. öfugt samband miðað við það sem áður var þekkt. Þessir forspárþættir sem almennt spá fyrir um góðar horfur, tengdust verri horfum hjá þessum sérstaka hópi kvenna. Við staðfestum niðurstöðurnar í rannsókn á stærri íslenskum hópi þremur árum síðar, og í kjölfarið hafa birst rannsóknir frá mörgum löndum sem staðfesta að þær gilda einnig fyrir konur af ýmsu þjóðerni, þar á meðal norræn rannsókn sem stýrt var af Krabbameinsfélagi Íslands. Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að svipað samband virðist einnig vera til staðar hjá konum sem greinast ungar með brjóstakrabbamein og því vaknaði sú spurning hvort skýringin gæti legið í því að hjá ungum tilfellum væri svo hátt hlutfall BRCA2-arfbera. Fyrir atbeina hinnar nákvæmu íslensku krabbameinsskrár ásamt umfangsmiklum upplýsingum úr fyrri rannsóknum okkar var hægt að svara þessari spurningu, því af öllum konum sem fengu brjóstakrabbamein árin 1980-2004 höfðu 85% tekið þátt og verið prófaðar fyrir íslensku landnemastökkbreytingunni í BRCA2-geninu. Þar af höfðu 6,7% meðfædda BRCA2 stökkbreytingu oghlutfallið var mun hærra, eða 21%, meðal kvenna sem höfðu greinst 40 ára eða yngri. En þegar þessi 21% sem höfðu BRCA2 stökkbreytingu voru tekin út úr hópi ungu kvennanna var hið öfuga samband enn til staðar, svo að ljóst er að það skýrist ekki af stökkbreytingunni. Næstu skref eru að kanna hvaða önnur atriði í genamengi ungu kvennanna gætu skýrt þessa hegðun æxlanna og jafnframt að leita að orsökum hinnar sérstöku hegðunar æxla sem tengjast BRCA2-stökkbreytingum. Höfundur er yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Krabbameinsfélaginu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun