Handbolti

Janus Daði og Haukur Þrastar­son marka­hæstir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Smári var frábær í kvöld.
Janus Smári var frábær í kvöld. Mario Hommes/Getty Images

Evrópumeistarar Magdeburg unnu fjögurra marka sigur á Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Magdeburg. Sömu sögu er að segja af Hauki Þrastarsyni en Kielce vann stórsigur á RK Pelister.

Evrópumeistararnir unnu á endanum fjögurra marka sigur en gestirnir gáfust aldrei upp, lokatölur 28-24. Janus Daði skoraði 8 mörk í liði Magdeburgar og gaf 3 stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk og gaf eina stoðsendingu.

Bjarki Már Elísson komst ekki á blað þegar Veszprém tapaði með einu marki fyrir Barcelona á heimavelli, lokatölur 30-31. Staðan í B-riðli er þannig að Veszprém og Magdeburg eru í 2. og 3. sæti með 14 stig.

Í A-riðli vann Kielce tíu marka sigur á RK Pelister, lokatölur 35-25. Haukur var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk.

Kielce er í 3. sæti með 12 stig líkt og Álaborg sem er sæti ofar. Kiel er á toppnum með stigi meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×