Reykjalundur myglaður: Stjórnvöld verði að hjálpa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2023 23:01 Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. einar árnason Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar, en stórum hluta af húsnæðinu verður lokað á morgun. Allt verði reynt til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira