Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því Gunnar Dan Wiium skrifar 30. nóvember 2023 12:31 Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar