Egill varar við knáum stöðumælavörðum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 11:25 Egill Helgason segir leikinn hafa gerbreyst, stöðumælaverðir eru fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri og líkurnar hafi aukist á sekt sem því nemur. vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. „Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00