„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 23:30 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira