„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 23:30 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira