Barcelona og Atlético Madríd í sextán liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2023 22:44 Sigurmarkinu fagnað. EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Barcelona og Atlético Madríd eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd heimsótti Feyenoord í Rotterdam vitandi það að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Heimamenn voru í jólaskapi og skoruðu tvö sjálfsmörk í leik sem Atlético vann 3-1. Mario Hermoso skoraði fyrir gestina en Mats Wieffer skoraði mark heimaliðsins. Staðan í E-riðli er þannig að Atl. Madríd er á toppnum með 11 stig og Lazio er þar fyrir neðan með 10 stig. Bæði lið eru komin áfram. Feyenoord er með sex stig og tekur þátt í Evrópudeildinni eftir áramót á meðan Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Barcelona tók á móti Porto á Nývangi í Katalóníu. Þar kom Pepe gestunum óvænt yfir eftir hálftíma en João Cancelo jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. João Félix skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið á 57. mínútu, eftir undirbúning Cancelo. Lokatölur 2-1 og Barcelona komið áfram í 16-liða úrslit. Staðan í H-riðli er þannig að Börsungar eru á toppnum með 12 stig en Porto og Shakhtar Donetsk eru bæði með 9 stig. Þau mætast í lokaumferð riðilsins. Antwerp er síðan án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. nóvember 2023 20:10 Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 28. nóvember 2023 22:10 Evrópumeistararnir með fullt hús stiga eftir magnaða endurkomu Evrópumeistarar Manchester City þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn RB Leipzig í kvöld þegar liðið vann RB Leipzig 3-2 í Manchester. Staðan í hálfleik var 0-2 en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn og fullkominn árangur heimamanna í Meistaradeildinni til þessa. 28. nóvember 2023 22:00 Dortmund áfram eftir góðan sigur í Mílanó Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 28. nóvember 2023 22:15 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Atlético Madríd heimsótti Feyenoord í Rotterdam vitandi það að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Heimamenn voru í jólaskapi og skoruðu tvö sjálfsmörk í leik sem Atlético vann 3-1. Mario Hermoso skoraði fyrir gestina en Mats Wieffer skoraði mark heimaliðsins. Staðan í E-riðli er þannig að Atl. Madríd er á toppnum með 11 stig og Lazio er þar fyrir neðan með 10 stig. Bæði lið eru komin áfram. Feyenoord er með sex stig og tekur þátt í Evrópudeildinni eftir áramót á meðan Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Barcelona tók á móti Porto á Nývangi í Katalóníu. Þar kom Pepe gestunum óvænt yfir eftir hálftíma en João Cancelo jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. João Félix skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið á 57. mínútu, eftir undirbúning Cancelo. Lokatölur 2-1 og Barcelona komið áfram í 16-liða úrslit. Staðan í H-riðli er þannig að Börsungar eru á toppnum með 12 stig en Porto og Shakhtar Donetsk eru bæði með 9 stig. Þau mætast í lokaumferð riðilsins. Antwerp er síðan án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. nóvember 2023 20:10 Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 28. nóvember 2023 22:10 Evrópumeistararnir með fullt hús stiga eftir magnaða endurkomu Evrópumeistarar Manchester City þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn RB Leipzig í kvöld þegar liðið vann RB Leipzig 3-2 í Manchester. Staðan í hálfleik var 0-2 en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn og fullkominn árangur heimamanna í Meistaradeildinni til þessa. 28. nóvember 2023 22:00 Dortmund áfram eftir góðan sigur í Mílanó Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 28. nóvember 2023 22:15 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. nóvember 2023 20:10
Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 28. nóvember 2023 22:10
Evrópumeistararnir með fullt hús stiga eftir magnaða endurkomu Evrópumeistarar Manchester City þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn RB Leipzig í kvöld þegar liðið vann RB Leipzig 3-2 í Manchester. Staðan í hálfleik var 0-2 en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn og fullkominn árangur heimamanna í Meistaradeildinni til þessa. 28. nóvember 2023 22:00
Dortmund áfram eftir góðan sigur í Mílanó Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 28. nóvember 2023 22:15