Celtic mætti Lazio í Róm og mátti þola 2-0 tap. Varamaðurinn Ciro Immobile sá um Skotana að þessu sinni en hann skoraði tvívegis undir lok leiks. Fyrra markið skoraði Immobile eftir að boltinn hrökk til hans á 82. mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar tók hann vel á móti boltanum eftir sendingu frá Gustav Isaksen og þrumaði boltanum niðri í hægri hornið. Það virtist sem gestirnir væru að fá vítaspyrnu í upphafi en eftir að myndbandsdómarar leiksins skoðuðu atvikið betur var ákveðið að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.
Lokatölur 2-0 og Celtic nú leikið 15 leiki án sigurs í Meistaradeildinni. Lazio er á toppi E-riðils og með annan fótinn í 16-liða úrslitum á meðan Celtic er á botni riðilsins með eitt stig.
Celtic become the first British side in history to go 15 games without a win in the Champions League pic.twitter.com/9v7AawxOL1
— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 28, 2023
Mykola Matviienko skoraði eina markið í 1-0 sigri Shakhtar Donetsk á Antwerp. Leikið var í Þýskalandi vegna stríðsins í Úkraínu.
Sigurinn þýðir að Shakhtar er með 9 stig í H-riðli ásamt Porto og Barcelona sem eiga leik til góða. Antwerp er án stiga.