Búið að ræða við hinn særða og rannsókn langt komin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 17:17 Búið er að ræða við flest vitni að árásinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi er búin að ræða við mann, sem var stunginn ítrekað með hníf á fangelsinu Litla-Hrauni. Yfirlögregluþjónn segir rannsóknina langt á veg komna og búið að ræða við flest vitni. Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“ Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“
Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11
Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05