Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu, segir að um sé að ræða þriggja bíla árekstur. Honum skilst að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.
Þegar fréttastofa náði tali af Árna var málið nýkomið á borð lögreglu og þar af leiðandi var hann ekki með frekari upplýsingar um málið.
Lögreglan sé nú á staðnum og málið er í rannsókn.
Vísir hefur undir höndum myndar frá vettvangi slyssins. Þar sést að áreksturinn virðist hafa stíflað akreinina þar sem áreksturinn varð. Þá sjást nokkuð miklar skemmdir á einum bílnum.
