Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:31 Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jól Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar