Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:16 Í dag verða heimildir íbúa í Grindavík rýmkaðar til flutninga á munum sínum. Hægt er að fara inn í bæinn frá klukkan 9:00 – 16:00 en þá eiga allir að yfirgefa bæinn. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. Grindvíkingar þurfa að sækja um heimildina á Island.is og mun aðgerðarstjórn úthluta ákveðnum tímum til að fara inn með stóra bíla. Verður því raðar eftir hverfum og götum eins og best er talið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tekið er fram að áfram sé heimilt að notast við einkabíla og kerrur. Fljótlega verður send út könnun til íbúa Grindavíkur um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Aðstoð í boði í næstu viku Í næsta viku verður íbúum boðið upp á aðstoð við að nálgast og flytja eigur. Hægt er að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt eða Island.is í byrjun næstu viku. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að vera á staðnum við pökkun og flutninga. Tilhögun verður áfram eftirfarandi hætti: Íbúar sem hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður, en hægt er að aka Nesveg og Suðurstrandarveg. Mælst er til þess að komið sé á eigin bílum, hámark 1 bíll á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum. Athugaðu að hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Komið hefur verið fyrir salernum við grunnskólana tvo. Taktu með þér vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafðu í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Mikilvægt er að hvert og eitt heimili skrái hjá sér þau verðmæti sem tekin eru úr húsunum og hafi samband við sitt tryggingafélags vegna þess. Eigendur húsa eru hvattir til þess að athuga með hvort hiti sé á húsum sínum. Ef svo er ekki má leita ráðlegginga hjá HS Veitum. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um og frá húsum sínum með þeim hætti, að komið geti til rýminga með stuttum fyrirvara. Á meðan þú ert í Grindavík er afar mikilvægt að þú fylgir tilmælum viðbragðsaðila á öllum stundum ef/þegar þau verða gefin. Athygli er vakin á að á sama tíma og íbúar fá aðgang er unnið að öðrum verkefnum í bænum. Engar hömlur eru að aðgengi fjölmiðla, en þeir þurfa að fara um Suðurstrandarveg eða Nesveg. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlaus rýming á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Rýmingarleiðir úr bænum eru eftir Suðurstrandavegi eða Nesvegi. Í undirbúningi er að senda út könnun til íbúa um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna og mögulega flutningaþörf seinna meir. Allar aðgerðir miðast við að Almannavarnakerfið sé í viðbragðsstöðu ef staðan breytist. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Grindvíkingar þurfa að sækja um heimildina á Island.is og mun aðgerðarstjórn úthluta ákveðnum tímum til að fara inn með stóra bíla. Verður því raðar eftir hverfum og götum eins og best er talið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tekið er fram að áfram sé heimilt að notast við einkabíla og kerrur. Fljótlega verður send út könnun til íbúa Grindavíkur um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Aðstoð í boði í næstu viku Í næsta viku verður íbúum boðið upp á aðstoð við að nálgast og flytja eigur. Hægt er að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt eða Island.is í byrjun næstu viku. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að vera á staðnum við pökkun og flutninga. Tilhögun verður áfram eftirfarandi hætti: Íbúar sem hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður, en hægt er að aka Nesveg og Suðurstrandarveg. Mælst er til þess að komið sé á eigin bílum, hámark 1 bíll á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum. Athugaðu að hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Komið hefur verið fyrir salernum við grunnskólana tvo. Taktu með þér vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafðu í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Mikilvægt er að hvert og eitt heimili skrái hjá sér þau verðmæti sem tekin eru úr húsunum og hafi samband við sitt tryggingafélags vegna þess. Eigendur húsa eru hvattir til þess að athuga með hvort hiti sé á húsum sínum. Ef svo er ekki má leita ráðlegginga hjá HS Veitum. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um og frá húsum sínum með þeim hætti, að komið geti til rýminga með stuttum fyrirvara. Á meðan þú ert í Grindavík er afar mikilvægt að þú fylgir tilmælum viðbragðsaðila á öllum stundum ef/þegar þau verða gefin. Athygli er vakin á að á sama tíma og íbúar fá aðgang er unnið að öðrum verkefnum í bænum. Engar hömlur eru að aðgengi fjölmiðla, en þeir þurfa að fara um Suðurstrandarveg eða Nesveg. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlaus rýming á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Rýmingarleiðir úr bænum eru eftir Suðurstrandavegi eða Nesvegi. Í undirbúningi er að senda út könnun til íbúa um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna og mögulega flutningaþörf seinna meir. Allar aðgerðir miðast við að Almannavarnakerfið sé í viðbragðsstöðu ef staðan breytist.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira