Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. nóvember 2023 17:19 Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Intuens Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. „Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk. Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk.
Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent