Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:32 Hnífaárásin í nótt er talin tengjast annarri árás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Vísir/Vilhelm Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58