Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:32 Hnífaárásin í nótt er talin tengjast annarri árás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Vísir/Vilhelm Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58