Nektardansstaðirnir og mansal Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2023 09:01 „Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mansal Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun