Trúarlegt óþol Sindri Geir Óskarsson skrifar 24. nóvember 2023 08:30 Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun