„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 14:22 Vilhjálmur skoðar skemmdirnar. Stöð 2/Einar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42