Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Berglind segir verstu sviðsmyndina alls ekki hafa raungerst. Vísir Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35