Talað í sitthvora áttina Guðbrandur Einarsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun