Snemmgreining krabbameina, mjög mikilvægt hagsmunamál Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Á Íslandi greinast að meðaltali 1853 einstaklingar á hverju ári með krabbamein. Úr krabbameinum deyja að meðaltali 628 manns árlega og krabbamein er algengasta dánarorsök fólks á aldrinum frá 35 til 79 ára. Miklu máli skiptir að krabbamein greinist snemma enda eru batahorfur þá betri auk þess sem minna íþyngjandi meðferð er líklegri en ella. Mjög mikið er því í húfi. Snemmgreining krabbameina er mikið til umræðu þessa dagana og því rík ástæða til að benda á árangursríkar leiðir til að auka líkur á henni. Töfralausnir eru þó því miður ekki til. Þeir þættir sem auka líkur á snemmgreiningu eru bæði kerfislægir og einstaklingsbundnir. Krabbameinsskimanir Alþjóðastofnanir, sem byggja sínar leiðbeiningar á vönduðum rannsóknum, mæla einungis með skimunum hjá ákveðnum aldurshópum fyrir þrenns konar krabbameinum, í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Að auki getur skimun fyrir krabbameinum átt við hjá fólki í ákveðnum áhættuhópum, til dæmis vegna erfðabreytileika eða stórreykinga. Leiðbeiningar um hvaða skimanir eru fýsilegar eru uppfærðar reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og geta því breyst. Á Íslandi hefur konum boðist skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi en því miður er Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað varðar skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem til hefur staðið að hefja hér á landi í mörg ár. Í skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi er mögulegt að finna krabbamein á snemmstigum, áður en þau eru farin að valda einkennum auk þess sem legháls- og ristil- og endaþarmsskimanir gefa færi á að finna forstig krabbameina. Mikilvægt er að stjórnvöld hagi skimunum þannig að auðvelt sé fyrir alla sem fá boð að nýta sér þær. Þátttaka í skimunum er allt of lítil í dag og brýnt er að grípa til aðgerða til að bæta úr, til dæmis með því að gera skimun gjaldfrjálsa og senda fyrirframbókaða tíma sem auðvelt er að breyta. Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér boð í skimun og mæta alltaf þegar þær fá boð því reglubundin skimun skilar mestum árangri. Þar til lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst hvetur Krabbameinsfélagið fólk um fimmtugt til að panta sjálft ristilspeglun en með speglun er hægt að greina bæði ristilkrabbamein og forstig þeirra. Einkenni sem geta bent til krabbameina Mikilvægt er að fólk þekki einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein, bregðist fljótt við þeim og leiti til læknis. Meðal helstu einkenna sem ætti að vera vakandi fyrir eru þykkildi og hnútar, sár sem ekki gróa, breytingar á hægðum og þvaglátum, þrálátur hósti, langvarandi hæsi eða kyngingarörðugleikar, óvenjulegar blæðingar og óútskýrt þyngdartap. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum eða ef nýrra bletta verður vart, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll þessi einkenni geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá fljótt úr því skorið því ef um krabbamein er að ræða eru mestar líkur á að meðferð beri árangur ef meinin greinast snemma Aðgengi og viðbrögð: Þegar einkenna, sem geta bent til krabbameina, verður vart er afar mikilvægt að auðvelt sé að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð. Því verður að vera hægt að treysta og sömuleiðis því að einkennin séu tekin alvarlega og gerðar nauðsynlegar rannsóknir. Rannsókn Krabbameinsfélagsins á reynslu fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015 til 2019 leiddi í ljós að 29% þátttakenda hafði þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem reyndust vera vegna krabbameins. Sama rannsókn sýndi einnig að talsvert algengt er að fólk fari seint til læknis vegna einkenna sem reynast síðar vegna krabbameins en hjá 44% karla liðu meira en þrír mánuðir þar til þeir leituðu til læknis og hjá 14% meira en ár. Hjá konum var hlutfallið mun lægra en ein af hverjum fimm leitaði samt ekki til læknis fyrr en eftir þrjá mánuði og hjá 5% kvenna leið meira en ár. Skilgreind ferli sem miða að því að flýta rannsóknum þegar grunur um krabbamein vaknar, hafa verið sett upp á hinum Norðurlöndunum, til að auka líkur á snemmgreiningu. Mikilvægt er að huga að undirbúningi þess konar fyrirkomulags hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið á heilbrigðisþingi að sá sem væri veikur óskaði þess heitast að vera frískur. Í okkar hraða samfélagi þar sem aldrei hefur verið auðveldara að koma auglýsingum á framfæri við okkur erum við ginnkeypt fyrir auðveldum lausnum og erum jafnvel tilbúin að greiða þær háu verði. Töfralausnir í sambandi við krabbamein eru hins vegar því miður ekki til. Það þýðir ekki að við séum varnarlaus og raunar höfum við ýmislegt í hendi okkar. Að lifa heilsusamlegum lífsstíl dregur úr krabbameinsáhættu því mörg krabbamein eru lífsstílstengd. Við aukum líkur á snemmgreiningu með því að taka þátt í þeim lýðgrunduðu skimunum sem hafa sannað vísindalegt gildi sitt og bjóðast á hverjum tíma, vera vakandi fyrir mögulegum einkennum krabbameina og leita til læknis þegar þeirra verður vart, með skýra ósk um góða uppvinnslu. Gerum það sem við getum, tökum mark á ráðleggingum um heilsusamlegan lífsstíl, mætum í skimun þegar við fáum boð og verum vakandi fyrir einkennum. Höfundur er sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast að meðaltali 1853 einstaklingar á hverju ári með krabbamein. Úr krabbameinum deyja að meðaltali 628 manns árlega og krabbamein er algengasta dánarorsök fólks á aldrinum frá 35 til 79 ára. Miklu máli skiptir að krabbamein greinist snemma enda eru batahorfur þá betri auk þess sem minna íþyngjandi meðferð er líklegri en ella. Mjög mikið er því í húfi. Snemmgreining krabbameina er mikið til umræðu þessa dagana og því rík ástæða til að benda á árangursríkar leiðir til að auka líkur á henni. Töfralausnir eru þó því miður ekki til. Þeir þættir sem auka líkur á snemmgreiningu eru bæði kerfislægir og einstaklingsbundnir. Krabbameinsskimanir Alþjóðastofnanir, sem byggja sínar leiðbeiningar á vönduðum rannsóknum, mæla einungis með skimunum hjá ákveðnum aldurshópum fyrir þrenns konar krabbameinum, í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Að auki getur skimun fyrir krabbameinum átt við hjá fólki í ákveðnum áhættuhópum, til dæmis vegna erfðabreytileika eða stórreykinga. Leiðbeiningar um hvaða skimanir eru fýsilegar eru uppfærðar reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og geta því breyst. Á Íslandi hefur konum boðist skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi en því miður er Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað varðar skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem til hefur staðið að hefja hér á landi í mörg ár. Í skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi er mögulegt að finna krabbamein á snemmstigum, áður en þau eru farin að valda einkennum auk þess sem legháls- og ristil- og endaþarmsskimanir gefa færi á að finna forstig krabbameina. Mikilvægt er að stjórnvöld hagi skimunum þannig að auðvelt sé fyrir alla sem fá boð að nýta sér þær. Þátttaka í skimunum er allt of lítil í dag og brýnt er að grípa til aðgerða til að bæta úr, til dæmis með því að gera skimun gjaldfrjálsa og senda fyrirframbókaða tíma sem auðvelt er að breyta. Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér boð í skimun og mæta alltaf þegar þær fá boð því reglubundin skimun skilar mestum árangri. Þar til lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst hvetur Krabbameinsfélagið fólk um fimmtugt til að panta sjálft ristilspeglun en með speglun er hægt að greina bæði ristilkrabbamein og forstig þeirra. Einkenni sem geta bent til krabbameina Mikilvægt er að fólk þekki einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein, bregðist fljótt við þeim og leiti til læknis. Meðal helstu einkenna sem ætti að vera vakandi fyrir eru þykkildi og hnútar, sár sem ekki gróa, breytingar á hægðum og þvaglátum, þrálátur hósti, langvarandi hæsi eða kyngingarörðugleikar, óvenjulegar blæðingar og óútskýrt þyngdartap. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum eða ef nýrra bletta verður vart, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll þessi einkenni geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá fljótt úr því skorið því ef um krabbamein er að ræða eru mestar líkur á að meðferð beri árangur ef meinin greinast snemma Aðgengi og viðbrögð: Þegar einkenna, sem geta bent til krabbameina, verður vart er afar mikilvægt að auðvelt sé að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð. Því verður að vera hægt að treysta og sömuleiðis því að einkennin séu tekin alvarlega og gerðar nauðsynlegar rannsóknir. Rannsókn Krabbameinsfélagsins á reynslu fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015 til 2019 leiddi í ljós að 29% þátttakenda hafði þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem reyndust vera vegna krabbameins. Sama rannsókn sýndi einnig að talsvert algengt er að fólk fari seint til læknis vegna einkenna sem reynast síðar vegna krabbameins en hjá 44% karla liðu meira en þrír mánuðir þar til þeir leituðu til læknis og hjá 14% meira en ár. Hjá konum var hlutfallið mun lægra en ein af hverjum fimm leitaði samt ekki til læknis fyrr en eftir þrjá mánuði og hjá 5% kvenna leið meira en ár. Skilgreind ferli sem miða að því að flýta rannsóknum þegar grunur um krabbamein vaknar, hafa verið sett upp á hinum Norðurlöndunum, til að auka líkur á snemmgreiningu. Mikilvægt er að huga að undirbúningi þess konar fyrirkomulags hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið á heilbrigðisþingi að sá sem væri veikur óskaði þess heitast að vera frískur. Í okkar hraða samfélagi þar sem aldrei hefur verið auðveldara að koma auglýsingum á framfæri við okkur erum við ginnkeypt fyrir auðveldum lausnum og erum jafnvel tilbúin að greiða þær háu verði. Töfralausnir í sambandi við krabbamein eru hins vegar því miður ekki til. Það þýðir ekki að við séum varnarlaus og raunar höfum við ýmislegt í hendi okkar. Að lifa heilsusamlegum lífsstíl dregur úr krabbameinsáhættu því mörg krabbamein eru lífsstílstengd. Við aukum líkur á snemmgreiningu með því að taka þátt í þeim lýðgrunduðu skimunum sem hafa sannað vísindalegt gildi sitt og bjóðast á hverjum tíma, vera vakandi fyrir mögulegum einkennum krabbameina og leita til læknis þegar þeirra verður vart, með skýra ósk um góða uppvinnslu. Gerum það sem við getum, tökum mark á ráðleggingum um heilsusamlegan lífsstíl, mætum í skimun þegar við fáum boð og verum vakandi fyrir einkennum. Höfundur er sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun