Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 11:55 Frá Surtseyjargosinu. Það hófst í nóvember árið 1963, fyrir sextíu árum. Eldgosinu lauk árið 1967. Sigurjón Einarsson flugmaður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47