Norðurlandamet í rangfærslum án atrennu Stefán Pálsson skrifar 22. nóvember 2023 11:01 Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun