Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 23:01 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. „Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll. Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll.
Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira