Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 14:06 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35