Málskostnaður, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 20. nóvember 2023 13:00 Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun