Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 12:10 Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi Stöð 2/Einar Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“ Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“
Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26
Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16