Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Úlfarsárdal Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 17:03 Frá vettvangi glæpsins Vísir/Arnar Fimm menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglu á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Fimm menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur enn fremur fram að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um málið. Fyrr í dag sagði Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, að rannsókn málsins miði vel en að ekki væri tímabært að greina frá því hver grunuð aðild hvers og eins þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi er að málinu. Það sé til rannsóknar eins og stendur. Árásin átti sér stað fimmtudagsmorguninn 2. Nóvember. Þá var nokkrum skotum hleypt af við Silfrutjörn um fimmleytið um morguninn. Eitt skotið hæfði karlmann sem fluttur var á Landspítala en var útskrifaður í gær særður á fæti. Annar hlaut skrámu sökum byssukúlu. Þá hafnaði ein byssukúla í kyrrstæðum bíl á meðan önnur braut glugga í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Kúlan hafnaði í vegg inni í íbúð hjá fjölskyldu. Tvær stúlkur, fjögurra ára og átta ára, sváfu í rúmum sínum hinum megin við vegginn. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm. 17. nóvember 2023 11:09 Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. 10. nóvember 2023 11:01 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fimm menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur enn fremur fram að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um málið. Fyrr í dag sagði Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, að rannsókn málsins miði vel en að ekki væri tímabært að greina frá því hver grunuð aðild hvers og eins þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi er að málinu. Það sé til rannsóknar eins og stendur. Árásin átti sér stað fimmtudagsmorguninn 2. Nóvember. Þá var nokkrum skotum hleypt af við Silfrutjörn um fimmleytið um morguninn. Eitt skotið hæfði karlmann sem fluttur var á Landspítala en var útskrifaður í gær særður á fæti. Annar hlaut skrámu sökum byssukúlu. Þá hafnaði ein byssukúla í kyrrstæðum bíl á meðan önnur braut glugga í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Kúlan hafnaði í vegg inni í íbúð hjá fjölskyldu. Tvær stúlkur, fjögurra ára og átta ára, sváfu í rúmum sínum hinum megin við vegginn.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm. 17. nóvember 2023 11:09 Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. 10. nóvember 2023 11:01 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm. 17. nóvember 2023 11:09
Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. 10. nóvember 2023 11:01
Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50