Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:55 Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur. Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur.
Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira