Handbolti

Ómar Ingi og Janus Daði frá­bærir í sigri Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi var öflugur að venju í kvöld.
Ómar Ingi var öflugur að venju í kvöld. Vísir/Getty

Evrópumeistarar Magdeburg unnu danska félagið GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 35-27. Leikurinn var mun jafnari en lokatölurnar gefa til kynna.

Gestirnir byrjuðu betur og komust allt að fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik. Á endanum rönkuðu heimamenn við sér og staðan jöfn 16-16 í hálfleik. Í síðari hluta síðari hálfleiks small varnarleikur Magdeburg en staðan þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan jöfn 26-26.

Síðustu þrettán mínútur leiksins eða svo skoruðu gestirnir aðeins eitt mark og heimamenn unnu á endanum það sem virtist á lokatölum vera rosalega þægilegur átta marka sigur, lokatölur 35-27.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í liði heimamanna. Janus Daði Smárason skoraði sex mörk og gaf eina stoðsendingu.

Að loknum 7 leikjum er Magdeburg í 3. sæti með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×