Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 13:27 Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi. Vísir Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. Eins og fram hefur komið varð rafmagnslaust í hálfri Grindavík í gærkvöldi. Unnið er að upbyggingu varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi. Starfsemin hefur farið fram bæði dag og nótt. Virkjunin varð mannlaus aðfaranótt föstudags „Við byrjuðum hérna rétt fyrir stóru jarðskjálftana á föstudaginn, þá færðum við alla starfsemi hingað út á Reykjanes,“ segir Páll en fréttastofa ræddi við hann í Reykjanesvirkjun. „Þannig að allir fóru að mæta hingað í staðinn fyrir Svartsengi og við færðum alla sýn á orkuverið hingað yfir, þannig að við fórum að stjórna virkjuninni héðan, þannig að virkjunin varð mannlaus á nóttinni svona nokkrum dögum fyrir stóra skjálftana.“ Hvernig hefur gengið að fjarstýra framleiðslunni héðan? „Það hefur gengið gríðarlega vel. Við höfum verið að fara reyndar á daginn og fengið leyfi til að fara í virkjunina og sinna minniháttar málum, einhverjum lekum og minniháttar eftir jarðskjálftana. En það hefur gengið ótrúlega vel.“ Hversu lengi getur þetta gengið svona? „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta geti tekið alveg fram yfir áramót að vera í þessu ástandi. Með því að fá að fara þarna á hverjum degi og sinna þessu minniháttar veseni þá gengur það en á einhverjum tímapunkti þurfum við að fara að gera stærri viðgerðir og þess háttar. Þannig að maður veit ekki hversu lengi er hægt að hafa þetta svona.“ Geta framleitt rafmagn ef allt fer á versta veg Páll segir samstarf HS Orku og HS Veitna, sem sjái um innviði í Grindavík, hafa gengið vel. Það sé enda allra hagur. En hvernig kemur þetta rafmagnsleysi fram hjá ykkur? Sést þetta mikið á mælum og hversu mikið er þetta? „Já, við verðum alveg varir við það og sjáum að rafmagnsnotkun minnkar og svo eru náttúrulega einhver stærri fyrirtæki sem við sjáum að eru að kaupa rafmagn af okkur og er dreift af Veitum, þannig að það er hagur allra að reyna að koma rafmagni á sem fyrst og við reynum að vinna saman í því.“ Páll segir að Reykjanesvirkjun myndi til að byrja með geta framleitt rafmagn í stað orkuversins í Svartsengi færi allt á versta veg. „En heita vatnið og kalda vatnið kemur náttúrulega frá Svartsengi þannig að við myndum ekki geta sinnt því eins og er. En það er bara núna til skoðunar allskonar verkefni með heita vatnið og kalda vatnið, að reyna að finna einhverjar lausnir á því ef að þetta klikkar allt saman.“ Veistu hvar sú vinna er stödd? „Já, ég veit svo sem nokkuð um það en það er kannski ekki mitt að ræða það hér. En það eru margir að vinna í svoleiðis verkefnum eins og að koma upp heitavatnsframleiðslu á Fitjunum og ég veit að Veitur eru að vinna í kaldavatnshólum á Suðurnesjunum, þannig að það er allskonar vinna í gangi.“ Þá bendir Páll á að varðskipið Freyja sé statt við Grindavík. Einnig sé hægt að tengja bæinn við skipið sem myndi þá sjá bænum fyrir rafmagni. Mikið álag á starfsfólki Hvernig er að standa í svona hamförum, bæði hvað þig varðar og starfsfólkið? „Ja, eins og ég segi, það er búið að vera gríðarlegt álag, allavega um helgina þegar það var talið að það myndi fara að gjósa kannski á næstu mínútum eða klukkutíma. Það var mikið álag um helgina að finnast með, menn ósofnir og svona en ég veit ekki hvort menn hafi náð að hugsa almennilega út í það,“ segir Páll. „Við erum gríðarlega heppin með mannskap hérna, allir boðnir og búnir til þess að koma og aðstoða, líka um helgina, það voru margir sem hringdu inn og spurðu hvort það vantaði aðstoð, en við fengum bara ekki fleiri á svæðið og vildum náttúrulega ekki vera með mannskap í Svartsengi. Þannig að þetta hefur bara verið erfitt, maður er kannski ekki búinn að melta þetta almennilega, þetta ástand. Maður finnur bara til með Grindvíkingum, maður þekkir marga þar og rosalegt ástand þar náttúrulega.“ Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eins og fram hefur komið varð rafmagnslaust í hálfri Grindavík í gærkvöldi. Unnið er að upbyggingu varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi. Starfsemin hefur farið fram bæði dag og nótt. Virkjunin varð mannlaus aðfaranótt föstudags „Við byrjuðum hérna rétt fyrir stóru jarðskjálftana á föstudaginn, þá færðum við alla starfsemi hingað út á Reykjanes,“ segir Páll en fréttastofa ræddi við hann í Reykjanesvirkjun. „Þannig að allir fóru að mæta hingað í staðinn fyrir Svartsengi og við færðum alla sýn á orkuverið hingað yfir, þannig að við fórum að stjórna virkjuninni héðan, þannig að virkjunin varð mannlaus á nóttinni svona nokkrum dögum fyrir stóra skjálftana.“ Hvernig hefur gengið að fjarstýra framleiðslunni héðan? „Það hefur gengið gríðarlega vel. Við höfum verið að fara reyndar á daginn og fengið leyfi til að fara í virkjunina og sinna minniháttar málum, einhverjum lekum og minniháttar eftir jarðskjálftana. En það hefur gengið ótrúlega vel.“ Hversu lengi getur þetta gengið svona? „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta geti tekið alveg fram yfir áramót að vera í þessu ástandi. Með því að fá að fara þarna á hverjum degi og sinna þessu minniháttar veseni þá gengur það en á einhverjum tímapunkti þurfum við að fara að gera stærri viðgerðir og þess háttar. Þannig að maður veit ekki hversu lengi er hægt að hafa þetta svona.“ Geta framleitt rafmagn ef allt fer á versta veg Páll segir samstarf HS Orku og HS Veitna, sem sjái um innviði í Grindavík, hafa gengið vel. Það sé enda allra hagur. En hvernig kemur þetta rafmagnsleysi fram hjá ykkur? Sést þetta mikið á mælum og hversu mikið er þetta? „Já, við verðum alveg varir við það og sjáum að rafmagnsnotkun minnkar og svo eru náttúrulega einhver stærri fyrirtæki sem við sjáum að eru að kaupa rafmagn af okkur og er dreift af Veitum, þannig að það er hagur allra að reyna að koma rafmagni á sem fyrst og við reynum að vinna saman í því.“ Páll segir að Reykjanesvirkjun myndi til að byrja með geta framleitt rafmagn í stað orkuversins í Svartsengi færi allt á versta veg. „En heita vatnið og kalda vatnið kemur náttúrulega frá Svartsengi þannig að við myndum ekki geta sinnt því eins og er. En það er bara núna til skoðunar allskonar verkefni með heita vatnið og kalda vatnið, að reyna að finna einhverjar lausnir á því ef að þetta klikkar allt saman.“ Veistu hvar sú vinna er stödd? „Já, ég veit svo sem nokkuð um það en það er kannski ekki mitt að ræða það hér. En það eru margir að vinna í svoleiðis verkefnum eins og að koma upp heitavatnsframleiðslu á Fitjunum og ég veit að Veitur eru að vinna í kaldavatnshólum á Suðurnesjunum, þannig að það er allskonar vinna í gangi.“ Þá bendir Páll á að varðskipið Freyja sé statt við Grindavík. Einnig sé hægt að tengja bæinn við skipið sem myndi þá sjá bænum fyrir rafmagni. Mikið álag á starfsfólki Hvernig er að standa í svona hamförum, bæði hvað þig varðar og starfsfólkið? „Ja, eins og ég segi, það er búið að vera gríðarlegt álag, allavega um helgina þegar það var talið að það myndi fara að gjósa kannski á næstu mínútum eða klukkutíma. Það var mikið álag um helgina að finnast með, menn ósofnir og svona en ég veit ekki hvort menn hafi náð að hugsa almennilega út í það,“ segir Páll. „Við erum gríðarlega heppin með mannskap hérna, allir boðnir og búnir til þess að koma og aðstoða, líka um helgina, það voru margir sem hringdu inn og spurðu hvort það vantaði aðstoð, en við fengum bara ekki fleiri á svæðið og vildum náttúrulega ekki vera með mannskap í Svartsengi. Þannig að þetta hefur bara verið erfitt, maður er kannski ekki búinn að melta þetta almennilega, þetta ástand. Maður finnur bara til með Grindvíkingum, maður þekkir marga þar og rosalegt ástand þar náttúrulega.“
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira