Dr. Ásgeir Daníelsson afhjúpar Seðlabankann Örn Karlsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun