Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 22:42 Úkraínskir landgönguliðar á Dnipro-á í Kherson-héraði. Úkraínumenn hafa náð fótfestu á vesturbakka árinnar og eru sagðir reyna að flytja bryn- og skriðdreka yfir Dnipro. AP/Alex Babenko Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna. Landgönguliðarnir hafa náð fótfestu við þrjú þorp á austurbakkanum. Þeir eru þó ekki góðri stöðu og eru sagðir vera færri en rússneskir hermenn á svæðinu, eins og víðast hvar annarsstaðar á vígstöðvum Úkraínu. Þeim hefur þó tekist að skera á minnst eina birgðalínu Rússa á svæðinu og binda vonir við að geta sótt fram. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hafa Úkraínumenn flutt nokkra brynvarða Humvee-jeppa yfir ána og að minnsta kosti einn bryndreka. Takist þeim að flytja frekari herafla og bryn- og skriðdreka yfir ána vonast þeir til að geta brotið sér leið í gengum varnir Rússa. Varnir Rússa á þessu svæði eru mun umfangsminni en þær eru í Sapórisjíahéraði, í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn reyndu að sækja fram í sumar. Það reyndist gífurlega erfitt og þá að miklu leyti vegna stórra jarðsprengjusvæða og umfangsmikilla varna sem Rússar höfðu byggt upp á svæðinu eins og skotgrafir og byrgi. Þessar varnir eru ekki til staðar í nærri því sambærilegu umfangi í Kherson og fari sókn Úkraínumanna gífurlega vel gætu þeir skorið á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Það tæki þó langan tíma. Southern #Ukraine Ukrainian forces continued ground operations on the east (left) bank of #Kherson Obl on Nov. 14 & made a confirmed advance. Geolocated footage posted on Nov. 13 shows that Ukrainian forces advanced in Krynky (30km NE of Kherson City). https://t.co/1egXjjMC25 https://t.co/79ADwIcsHO pic.twitter.com/k2lIIdPL0K— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 15, 2023 Allt frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro-ár í nóvember í fyrra hafa Úkraínumenn gert regluleg áhlaup yfir ána. Þar hafa þeir ráðist á rússneska hermenn, tekið fanga eða upplýsingar og hörfað aftur. Áin sjálf er náttúrulegur tálmi sem hefur gert Rússum kleift að stytta víglínuna og styrkja varnir sínar í Sapórisjía. Nú hafa Úkraínumenn náð fótfestu á austurbakkanum og koma þær fregnir frá báðum fylkingum. Rússneskir herbloggarar segja hart barist við bæinn Krynky. það hefur verið staðfest af myndefni sem birt hefur verið á netinu. The 37th Marine Brigade is hunting down remaining Russians inside Krynky, occupied left bank of the Kherson region. pic.twitter.com/Ip7rVVHCmx— NOELREPORTS (@NOELreports) November 14, 2023 Hart barist í austri Rússar hafa undanfarnar vikur sótt mjög hart fram gegn Úkraínumönnum í austurhluta landsins á nokkrum vígstöðvum. Mjög svo harðir bardagar hafa geisað við bæinn Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja. Avívkda er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Myndefni frá Avdívka gefur til kynna að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli á svæðinu. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Rússar hafa einnig gert árásir við Kúbíansk og sunnar í Dónetskhéraði en sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja Rússa líklega vilja ná frumkvæðinu í átökunum að nýju og stýra ferðinni að fullu aftur. Harðir bardgar geisa á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu.Getty/Diego Herrera Carcedo Í einföldu máli snýst það að hafa frumkvæðið í hernaði um að þvinga andstæðinginn til að bregðast við aðgerðum þínum og þannig stýra hvar bardagar eiga sér stað og hvenær. Úkraínumenn höfðu frumkvæðið í vor en enginn virðist hafa það þessa stundina. Takist Úkraínumönnum að bæta stöðu sína í Kherson og mögulega sækja fram í héraðinu, myndu Rússar líklega þurfa að flytja hersveitir úr austri til að aðstoða við varnir í Kherson. NEW: Russian forces are likely trying to regain the theater-level initiative in #Ukraine by conducting several simultaneous offensive operations in eastern Ukraine. (1/3) https://t.co/khyMVG0tyd pic.twitter.com/B36RJvovbC— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 15, 2023 Varpa tugum sprengja á degi hverjum Ári eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar höfðu náð í innrásinni sem hófst í febrúar í fyrra, hafa þeir gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir á borgina, jafnvel þó Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi innlimað Kherson-hérað og borgina í rússneska sambandsríkið í fyrra. Úkraínumenn segja tugum sprengja varpað á borgina og nærliggjandi byggðir á degi hverjum. Embættismenn segja 2.706 sprengjum hafa verið varpað á héraðið í síðasta mánuði. Blaðamenn Washington Post ræddu nýverið við Oleksandr Andrienko, sem býr í þorpinu Kozatske, skammt frá Kherson. Hann segir árásirnar linnulausar. Um tvö hundruð manns halda enn til í þorpinu, en það er minna en tíu prósent af íbúum þorpsins fyrir innrás Rússa. Andrienko missti á dögunum annan fótinn í sprengjuárás Rússa. Tveimur vikum fyrir það var handsprengju varpað úr dróna á bíl hans og særðist hann þá á öxl. „Þorpið okkar er næstum því farið,“ sagði Andrienko. „Stundum skjóta þeir úr skriðdrekum eða varpa loftsprengjum. Þeir rústa öllu. Ég veit ekki af hverju þeir skjóta á okkur með þessum hætti.“ Læknir sem einnig var rætt við segir þorp á bökkum Dnipro verða fyrir sérstaklega mörgum árásum. Hann segir að hann hafi verið fangelsaður og pyntaður af Rússum þegar Kherson var hernumin. „Þeir vilja ógna okkur og brjóta þjóð okkar á bak aftur,“ sagði læknirinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. 3. nóvember 2023 08:01 Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01 Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56 Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Landgönguliðarnir hafa náð fótfestu við þrjú þorp á austurbakkanum. Þeir eru þó ekki góðri stöðu og eru sagðir vera færri en rússneskir hermenn á svæðinu, eins og víðast hvar annarsstaðar á vígstöðvum Úkraínu. Þeim hefur þó tekist að skera á minnst eina birgðalínu Rússa á svæðinu og binda vonir við að geta sótt fram. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hafa Úkraínumenn flutt nokkra brynvarða Humvee-jeppa yfir ána og að minnsta kosti einn bryndreka. Takist þeim að flytja frekari herafla og bryn- og skriðdreka yfir ána vonast þeir til að geta brotið sér leið í gengum varnir Rússa. Varnir Rússa á þessu svæði eru mun umfangsminni en þær eru í Sapórisjíahéraði, í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn reyndu að sækja fram í sumar. Það reyndist gífurlega erfitt og þá að miklu leyti vegna stórra jarðsprengjusvæða og umfangsmikilla varna sem Rússar höfðu byggt upp á svæðinu eins og skotgrafir og byrgi. Þessar varnir eru ekki til staðar í nærri því sambærilegu umfangi í Kherson og fari sókn Úkraínumanna gífurlega vel gætu þeir skorið á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Það tæki þó langan tíma. Southern #Ukraine Ukrainian forces continued ground operations on the east (left) bank of #Kherson Obl on Nov. 14 & made a confirmed advance. Geolocated footage posted on Nov. 13 shows that Ukrainian forces advanced in Krynky (30km NE of Kherson City). https://t.co/1egXjjMC25 https://t.co/79ADwIcsHO pic.twitter.com/k2lIIdPL0K— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 15, 2023 Allt frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro-ár í nóvember í fyrra hafa Úkraínumenn gert regluleg áhlaup yfir ána. Þar hafa þeir ráðist á rússneska hermenn, tekið fanga eða upplýsingar og hörfað aftur. Áin sjálf er náttúrulegur tálmi sem hefur gert Rússum kleift að stytta víglínuna og styrkja varnir sínar í Sapórisjía. Nú hafa Úkraínumenn náð fótfestu á austurbakkanum og koma þær fregnir frá báðum fylkingum. Rússneskir herbloggarar segja hart barist við bæinn Krynky. það hefur verið staðfest af myndefni sem birt hefur verið á netinu. The 37th Marine Brigade is hunting down remaining Russians inside Krynky, occupied left bank of the Kherson region. pic.twitter.com/Ip7rVVHCmx— NOELREPORTS (@NOELreports) November 14, 2023 Hart barist í austri Rússar hafa undanfarnar vikur sótt mjög hart fram gegn Úkraínumönnum í austurhluta landsins á nokkrum vígstöðvum. Mjög svo harðir bardagar hafa geisað við bæinn Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja. Avívkda er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Myndefni frá Avdívka gefur til kynna að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli á svæðinu. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Rússar hafa einnig gert árásir við Kúbíansk og sunnar í Dónetskhéraði en sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja Rússa líklega vilja ná frumkvæðinu í átökunum að nýju og stýra ferðinni að fullu aftur. Harðir bardgar geisa á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu.Getty/Diego Herrera Carcedo Í einföldu máli snýst það að hafa frumkvæðið í hernaði um að þvinga andstæðinginn til að bregðast við aðgerðum þínum og þannig stýra hvar bardagar eiga sér stað og hvenær. Úkraínumenn höfðu frumkvæðið í vor en enginn virðist hafa það þessa stundina. Takist Úkraínumönnum að bæta stöðu sína í Kherson og mögulega sækja fram í héraðinu, myndu Rússar líklega þurfa að flytja hersveitir úr austri til að aðstoða við varnir í Kherson. NEW: Russian forces are likely trying to regain the theater-level initiative in #Ukraine by conducting several simultaneous offensive operations in eastern Ukraine. (1/3) https://t.co/khyMVG0tyd pic.twitter.com/B36RJvovbC— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 15, 2023 Varpa tugum sprengja á degi hverjum Ári eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar höfðu náð í innrásinni sem hófst í febrúar í fyrra, hafa þeir gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir á borgina, jafnvel þó Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi innlimað Kherson-hérað og borgina í rússneska sambandsríkið í fyrra. Úkraínumenn segja tugum sprengja varpað á borgina og nærliggjandi byggðir á degi hverjum. Embættismenn segja 2.706 sprengjum hafa verið varpað á héraðið í síðasta mánuði. Blaðamenn Washington Post ræddu nýverið við Oleksandr Andrienko, sem býr í þorpinu Kozatske, skammt frá Kherson. Hann segir árásirnar linnulausar. Um tvö hundruð manns halda enn til í þorpinu, en það er minna en tíu prósent af íbúum þorpsins fyrir innrás Rússa. Andrienko missti á dögunum annan fótinn í sprengjuárás Rússa. Tveimur vikum fyrir það var handsprengju varpað úr dróna á bíl hans og særðist hann þá á öxl. „Þorpið okkar er næstum því farið,“ sagði Andrienko. „Stundum skjóta þeir úr skriðdrekum eða varpa loftsprengjum. Þeir rústa öllu. Ég veit ekki af hverju þeir skjóta á okkur með þessum hætti.“ Læknir sem einnig var rætt við segir þorp á bökkum Dnipro verða fyrir sérstaklega mörgum árásum. Hann segir að hann hafi verið fangelsaður og pyntaður af Rússum þegar Kherson var hernumin. „Þeir vilja ógna okkur og brjóta þjóð okkar á bak aftur,“ sagði læknirinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. 3. nóvember 2023 08:01 Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01 Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56 Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57
Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. 3. nóvember 2023 08:01
Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57
Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01
Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18