Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 13:44 Þó Sigríður María sé brosmild á þessari mynd er henni ekki skemmt. Hún krefst aðgerða og það strax; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé falsörlæti. vísir/vilhelm/aðsend Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. „Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“ Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
„Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“
Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira